Hjá Plan-B er í boði mannauðsráðgjöf og stuðningur við innleiðingu breytinga til stjórnenda, teyma og annarra sem standa frammi fyrir því að vinna að sameiningum og öðrum breytingum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig eru í boði fræðsla og vinnustofur um innleiðingu breytinga.

Við fræðsluna er sérstaklega er lagt upp með að bjóða hagnýtt og hnitmiðað fræðsluefni fyrir stjórnendur, innleiðingarteymi, verkefnisstjóra o.fl. sem standa frammi fyrir því að innleiða eða taka þátt í breytingaverkefnum.

Þá er veitt ráðgjöf og aðstoð við skipuleggja og halda fundi, vinnustofur og námskeið þar sem lögð er áhersla á virkni þátttakenda, hugmynda- og greiningavinnu og hópastarf.

Nánari upplýsingar hjá ingibjorg@plan-b.is  |  sími 863 5351