103Það var mjög ánægjulegt að vinna með Bandalagi háskólamanna að Stefnumörkunarþingi sem fór fram á Hilton Nordica þann 3. febrúar sl. Um morgunin voru nokkur stutt erindi flutt. Eftir hádegi var opnað inn í annan sal þar sem allt var tilbúið fyrir Open Space fund þar sem yfirskrift umræðunnar var: Hvernig má skapa eftirsóknarverða framtíð fyrir háskólamenntaða á Íslandi – framtíð sem stuðlar að framþróun og eflingu íslensks atvinnulífs. 152Þátttakendur voru tæplega 100 manns og voru þeir fljótir að búa til dagskrá fundarins.  Alls voru 21 umræðuhópur stofnaðir og fór umræðan fram í tveimur umferðum.160 Fréttaveggurinn fylltist því fljótt og fram kom mikið af efni sem nýtist vel í stefnumörkuninni. Ég er ánægð með BHM að velja þetta fundarform og það var gaman að sjá hversu vel það virkaði á fundinum.  Ekkert hik var á fundargestum að koma fram með umræðuefni og mikil virkni var í umræðuhópunum.

 

.121