Tag: Open Space

Open Space fundarformið á stefnumörkunarþingi BHM

103Það var mjög ánægjulegt að vinna með Bandalagi háskólamanna að Stefnumörkunarþingi sem fór fram á Hilton Nordica þann 3. febrúar sl. Um morgunin voru nokkur stutt erindi flutt. Eftir hádegi var opnað inn í annan sal þar sem allt var tilbúið fyrir Open Space fund þar sem yfirskrift umræðunnar var: Hvernig má skapa eftirsóknarverða framtíð fyrir háskólamenntaða á Íslandi – framtíð sem stuðlar að framþróun og eflingu íslensks atvinnulífs. 152Þátttakendur voru tæplega 100 manns og voru þeir fljótir að búa til dagskrá fundarins.  Alls voru 21 umræðuhópur stofnaðir og fór umræðan fram í tveimur umferðum.160 Fréttaveggurinn fylltist því fljótt og fram kom mikið af efni sem nýtist vel í stefnumörkuninni. Ég er ánægð með BHM að velja þetta fundarform og það var gaman að sjá hversu vel það virkaði á fundinum.  Ekkert hik var á fundargestum að koma fram með umræðuefni og mikil virkni var í umræðuhópunum.

 

.121

Open Space Technology: Samstarfsaðferð sem gefur fyrirheit um skjótan árangur og mikla virkni á fundum og ráðstefnum

Open Space Technology er einföld og lýðræðisleg samstarfsaðferð á fundum og ráðstefnum sem gefur fyrirheit um mikla virkni þátttakenda. Styrkur Open Space liggur m.a. í því að aðferðin hefur reynst vel til að laða fram mikla þekkingu og gagnlegar hugmyndir þegar fólk vinnur saman að lausn vandamáls eða þróun viðfangsefnis. Open Space nýtist vel á fundum og ráðstefnum með fimm til yfir 2000 manns. Slíkir fundir eða ráðstefnur geta tekið hluta úr degi, heilan dag eða marga daga.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Dagskráin og umræðuhópar eru ákveðnir af þátttakendum  í upphafi fundar

Efni fundarins er kynnt í fundarboði sem sent er út fyrir fundinn og þeir mæta sem telja að þannig sé tíma þeirra vel varið. Í upphafi fundar er gefinn tími til að ákveða dagskrá og þátttakendur fá tækifæri til að koma fram með umræðuefni og bjóða öðrum að taka þátt í þeirri umræðu. Með því er tryggt að allir eigi möguleika á að ræða það sem þeim finnst skipta mestu máli varðandi viðfangsefni fundarins. Þegar dagskráin verður til bjóða þátttakendur fram umræðuefni, stinga upp á stað og tíma þar sem efnið verður rætt og fundargestir ákveða sjálfir í hvaða umræðuhópum þeir taka þátt. Þátttakendur geta farið á milli hópa eins og þeir vilja. Þannig fá þátttakendur tækifæri til að ræða þau mál þar sem ástríða þeirra og áhugi liggur og er þetta fyrirkomulag til þess fallið að dreifa ábyrgð á því að finna lausnir og ræða mikilvæg mál. Með samræðunni sem fer fram með aðferðum Open Space finnast jafnan óvæntar lausnir og skilningur fólks á viðfangsefninu eykst svo um munar.

Á Open Space fundum er fólki frjálst að fara á milli hópa og það ber ábyrgð á að færa sig ef það er hvorki að taka þátt í umræðu né að læra eða upplifa eitthað sem máli skiptir.

Á Open Space fundum er fólki frjálst að fara á milli hópa þegar það vill og það ber ábyrgð á að færa sig til ef það er hvorki taka þátt í umræðunni né að læra eða upplifa eitthvað sem skiptir það máli.

Harrison Owen kynnti aðferðina í kringum 1985 og hefur hún verið notuð í sífellt meira mæli víða um heim. Harrison sem hafði áður skipulagt margar hefðbundnar ráðstefnur tók eftir því að virkni þátttakenda var mest í kaffihléum. Í eitt skipti þegar hann átti að stýra ráðstefnu en ekki haft tök á að undirbúa hana þá ákvað hann að dagskráin og umræðuefnin yrðu ákveðin í upphafi fundar af þátttakendum sjálfum. Einnig ákvað hann að kaffi yrði á boðstólum allan tímann og fólki væri frjálst að færa sig á milli umræðuhópa eins og um langt kaffihlé væri að ræða. Þetta ráðstefnuform virkaði mun betur en það hefðbundna þ.e.a.s. skilaði mjög góðum árangri og mikilli virkni þátttakenda.  Open Space Technology var þar með orðið til! Það er gaman að heyra Harrison Owen lýsa því stuttlega hvernig aðferðin varð til í  myndbandi sem tekið var upp í leigubíl á leiðinni á flugvöll eftir ráðstefnu í Long Beach í Kaliforníufylki.

 

Open Space Technology Training í Amsterdam 14. -16. september 2015

Open Space Technology Training í Amsterdam 14.-16. september. Leiðbeinendur Thomas Herrmann frá Svíþjóð, Anna Caroline Türk frá Þýskalandi og Doris Gottlieb frá Contorno Consulting í Amsterdam sem hélt námskeiðið.

 

 

 

Open Space aðferðin hefur sannarlega virkað vel við margskonar aðstæður, sérstaklega þegar staðið er frammi fyrir brýnum og flóknum málum sem tengjast þátttakendum með einhverjum hætti eða þátttakendur hafa mikinn áhuga á viðfangsefninu. Aðferðin virkar einnig vel til að draga fram hugmyndir starfsfólks sem tengjast stefnumörkun og innleiðingu stefnu, starfsaðferðum, umbótastarfi og innleiðingu breytinga.

Ég hef sjálf tekið þátt í nokkrum Open Space fundum og hef upplifað það sem einstaklega gagnlegt fundarform þar sem ég hef fengið tækifæri til að ræða það sem skiptir mig mestu máli. Þá hef ég tekið eftir „orkunni“ sem skapast hefur á fundunum þegar umræðan er komin í gang.  Í september sl. lét ég svo verða af því að fara á 3ja daga námskeið í Amsterdam til að fá þjálfun í að skipuleggja og halda Open Space fundi og ráðstefnur. Ég hef miklar væntingar til þessarar aðferðar og vonast til að fólk sé opið fyrir að taka upp þessa samstarfsaðferð til að stuðla að þróun og betri lausnum á krefjandi viðfangsefnum.

Standir þú frammi fyrir mikilvægu verkefni sem ekki verður leyst með augljósum hætti þá hvet ég þig til að hafa samband til að ræða hvort Open Space fundur geti nýst í verkefninu.  Einnig gef ég kost á mér til að undirbúa slíkan fund sem og að halda sjálfan fundinn. Þú nærð í mig í síma 863 5351 eða með tölvupósti: ingibjorg.gisladottir@gmail.com.

Hér er stutt glærukynning með myndum frá námskeiðinu: Open Space Technology glærukynning – Ingibjorg

Powered by WordPress & Theme by Anders Norén