Mig langar  að benda á þrjú áhugaverð opin netnámskeið.  Hér er um að ræða Massive Open Online Course (mooc) eða fjarnám á háskólastigi sem fer fram að öllu leyti fyrir framan tölvu og er öllum opið og almennt þátttakendum að kostnaðarlausu.

Technology and the Future: Managing Change and Innovation. Á námskeiðinu er spáð fyrir um tæknibreytingar, áhrif þeirra og hvernig hægt er að ná utan um breytingar og nýsköpun.  Námskeiðið hefst formlega í dag og stendur í 8 vikur.  Í einhvern tíma frá upphafi námskeiðs er hægt að hefja nám því fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á netinu.

Coaching Teachers: Promoting Changes that Stick.  Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að læra og þjálfa sig í því hvernig hægt er hægt að styðja við kennara til að koma á varanlegum breytingum á kennsluháttum.  Það hefst 9. maí 2014 og stendur í 5 vikur.

The Science of Happiness  Fyrsta opna netnámskeiðið um jákvæða sálfræði hefst 9. september 2014 og stendur í 10. vikur. Það er University of California í Berkely sem standur fyrir námskeiðinu. Á námskeiðinu verður fjallað um félagstengsl og mikilvægi þeirra til að öðlast hamingju, tilgang og annarra þátta sem niðurstöður rannsókna hafa sýnt að stuðli að hamingjusömu lífi. Þátttakendur fá verkefni og verður bent á leiðir byggðar á rannsóknum sem ætlaðar eru að auka hamingju hvers og eins.

Ég ætla að fylgjast með og sjá hvað verður lagt á borð í þessum námskeiðum.  Með því að smella á tenglana hér að ofan þá er hægt að skrá þátttöku en ég mæli alveg með því að lærdómsfúst fólk prófi að taka þátt í opnum netnámskeiðum af þessu tagi.

Viljir þú skoða hvaða önnur námskeið eru framundan kíktu þá á mooc-list.com en þar er yfirlit yfir netnámskeið frá m.a.  Coursera,  Canvas Network  og EdX.  Hér má sjá gott yfirlit yfir kosti opins netnáms og hvernig maður ber sig að við skráningu á EdX, þar sem boðið er uppá  námskeið frá mörgum þekktustu háskólum Bandaríkjanna s.s. MIT, Harvard, Columbia, Boston University og UC Berkley.