Í könnun Prosci um bestu aðferðir í breytingastjórnun voru þátttakendur spurðir hvað þeir myndu gera öðruvísi í næsta breytingaverkefni.  Tveir þriðju þeirra sem svöruðu spurningunni nefndu þætti sem tengdust þátttöku og sýnileika ábyrgðaraðila og valdamikilla stjórnenda.  Mikilvægt er að þeir taki þátt í verkefninu frá byrjun með sýnilegum hætti og séu talsmenn verkefnisins.

Hér koma þau atriði sem oftast voru nefnd:

1. Auka þátttöku og sýnileika ábyrgðaraðila og æðstu stjórnenda
2. Nýta aðferðir breytingastjórnunar fyrr í verkefninu og æskilegast að gera það alveg frá ákvörðun.
3. Leggja aukna áherslu á þátttöku starfsfólks og að þátttakan sé frá upphafi verkefnis.
4. Verja auknum tíma og fjármagni í innleiðingu breytinganna.
5. Efla upplýsingamiðlun og samskipti um breytinguna.  Gera það fyrr í ferlinu og tryggja betur opinskáar gagnvirkar samræður sem fara fram augliti til auglitis, s.s. á minni og stærri fundum og í samtölum.

Einnig kom fram í svörunum að þátttakendur vildu þjálfa breytingateymið betur í aðferðum breytingastjórnunar, skýra umboð og völd teymisins,  efla traust og samstarf innan teymisins.  Þá mætti skilgreina betur væntingar til einstakra hópa sem hafa hlutverk í innleiðingu breytinganna.  Semsagt að auka þekkingu á sviði breytingastjórnunar,  bæta skipulag og skýra hlutverk.

photo (2)

Heimild: Best Practices in Change Management, útg 2012 Prosci Inc.  (650 þátttakendur víða um heim og úr ólíkum geirum tóku þátt í könnuninni)