Þann 14. janúar sl. var ég með kynningu á vegum Dokkunnar um bækurnar Accelerate (2014) eftir John P. Kotter og Lean Change Management (2014) eftir Jason Little. image1 (16)Mér fannst áhugavert að taka þessar bækur fyrir þar sem nú eru 20 ár síðan John P. Kotter kom fram með greinina Why Transformation Efforts Fail og í kjölfarið setti hann fram skrefin átta um innleiðingu breytinga.  Átta skref Kotters eru tvímælalaust það sem oftast hefur verið vitnað í þegar innleiðing breytinga ber á góma hvort sem er í ritgerðum eða í atvinnulífinu.   Mér fannst áhugavert að lesa bókina hans Jason Little, Lean Change Management þar sem hann tvinnar saman nýjum straumum í nýsköpun og markaðssetningu við þekktar aðferðir við innleiðingu breytinga.

Glærurnar sem ég studdist við á kynningunni eru hér: Dokkukynning 140116 Accelerate og Lean CM glærur til dreifingar.  Ef þú vilt frekar fá glærurnar á Powerpoint formi hafðu þá samband á ingibjorg@plan-b.is. IMG_4316

Sjá frekari upplýsingar um Lean Change Management á vefsvæðinu www.leanchange.org og á um Accelerate á www.kotterinternational.com.