Accelerate-book coverFimmtudaginn 14. janúar kl. 8:30 verð ég með fræðslufund á vegum Dokkunnar þar sem ég segi frá þeim hugmyndum sem John P. Kotter skrifar um í bókinni Accelerate frá árinu 2014.  Þessar hugmyndir Kotters komu fyrst fram í Harvard Business Review í október 2012. Hugmyndir hans ganga út á það að til þess að fyrirtæki og stofnanir geti breytt gripið stóru tækifærin og breytt stefnu og aðferðum á þeim hraða sem nútíminn gerir kröfu um þá þurfi að vera til staðar tvenns konar stjórnkerfi innan fyrirtækja. Til viðbótar við hið hefðbundna skipurit sem byggir á stigveldi leggur hann til að mynduð verði sveit sjálfboðaliða sem vinnur að innleiðingu breytinga. Sjálfboðaliðasveitin myndar einhverskonar netkerfi og hefur flatan og sveigjanlegan strúktúr. Sveitin skipuleggur störf sín sjálf og eru ekki formleg leiðtoga- eða stjórnunarhlutverk skilgreind innan hennar. kotter dual systemHinsvegar er það fólkið sem hefur réttu þekkinguna sem tekur að sér að veita einstökum innleiðingarverkefnum forystu. Stjórnkerfið sem myndað er af skipuritinu og sjálfboðaliðasveitin vinna þétt saman.eight accelators

Skrefin átta hafa tekið breytingum, bæði hvernig þau eru orðuð og hvernig þau eru notuð.  Nú eru þau kölluð á ensku “accelerators” (tilraun til þýðingar: “hröðunarverkfæri”) og er áhersla á að þau séu alltaf í gangi og eru sett fram sem einskonar hringekja.

Hér má sjá upprunalegu skefin og hvernig þau eru kynnt 20 árum síðar í bókinni Accelerate. Frekari upplýsingar má svo fá á fundinum en glærurnar verða að loknum fundi settar hingað inn.

Dokkufundurinn fer fram hjá Reykjavíkurborg að Borgartúni 12 7. hæð og hefst kl. 8:30. skrefin 8 og accelerators