Prosci sem er rannsóknafyrirtæki um breytingastjórnun var að gefa út niðurstöður könnunar um bestu aðferðir við breytingar 2016 en könnunin er gerð á tveggja ára fresti. Sjá nánar um könnunina hér þar sem einnig er hægt að nálgast Executive summary þar sem hluti niðurstaðnanna er birtur.  Könnunin hefur verið gefin út í bókaformi frá árinu 1998 en er nú einnig hægt að kaupa aðgang að rafrænni útgáfu bókarinnar.

Hvað skilar bestum árangri?

Áður hef ég fjallað um könnunina frá 2014 um hvað skilar bestum árangri við innleiðingu breytinga og eru niðurstöður ársins 2016 þær sömu þó röðin hafi örlítið breyst.

Hvað viltu gera öðruvísi næst?

Þá fjallaði ég um hvað fólk vildi gera öðruvísi í næsta breytingaverkefni úr 2014 könnuninni en niðurstöðurnar ársins 2016 eru eftirfarandi:

  1. Verja meiri tíma í undirbúning og áætlanagerð.
  2. Tryggja virka aðkomu leiðtoga og stjórnenda á öllum stigum.
  3. Nýta aðferðir breytingastjórnunar snemma í breytingaferlinu.
  4. Auka kennslu og þjálfun í aðferðum breytingastjórnunar og benda á mikilvægi þess að beita þeim aðferðum.

Meira um niðurstöður könnunarinnar síðar.