IMG_0393Heather Staghl hjá Enclaria – Influence Change at Work hefur verið mjög afkastamikil í því að miðla og þróa efni um breytingastjórnun.  Hún heldur úti útvarpsþáttum, býður fræðslufundi á vef,  hefur gefið út möppu með sniðskjölum til að auðvelda breytingar og bók með titlinum 99 Ways to Influence Change.  Ég hef aðgang að þessu efni og keypti aðgang að fræðslufundaröð sem hún er með nú í haust.   Til stendur að fjalla um  fræðslufundina og allar þessar 99 leiðir  hér á blogginu.

Í samantekt um orsakir mótstöðu við breytingar sem finna má í möppunni þá setur hún þær fram í átta liðum:

1. Gildar og augljósar ástæður, s.s. að viðkomandi hafi beint óhagræði eða hagsmunir skerðist við breytinguna.

2. Skortur á upplýsingum

3. Kunnátta ekki nægjanleg

4. Fólk hefur ekki nægjanleg völd

5. Fólk er áhugalaust um breytinguna

6. Ótti við breytinguna

7. Traust er ekki til staðar

8. Skortur á auðlindum: tíma starfsmanna og peningum